Lék listir sínar í Skírisskógi (myndskeið)

Morgan Gibbs-White lék á als oddi þegar lið hans Nottingham Forest vann þægilegan heimasigur á Fulham, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Gibbs-White byrjaði á því að leggja upp mark fyrir Callum Hudson-Odoi með frábærri utanfótar stungusendingu og skoraði svo sjálfur þriðja markið eftir laglegan samleik við Danilo.

Þess á milli skoraði Chris Wood laglegt mark með skoti fyrir utan vítateig.

Staðan var 3:0 fyrir Forest í hálfleik og minnkaði Tosin Adaribioyo muninn fyrir Fulham í upphafi síðari hálfleiks með góðum skalla.

Öll fjögur mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka