Belginn fór mikinn í sigri City í London

City-menn leika á als oddi í síðari hálfleik.
City-menn leika á als oddi í síðari hálfleik. AFP/Ben Stansall

Manchester City sótti öll þrjú stigin á Selhurst Park er Englandsmeistararnir unnu Crystal Palace, 4:2, í 32. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í London í dag. 

Með sigrinum er City komið í annað sæti deildarinnar með 70 stig, jafmörg og Liverpool sem á þó leik til góða. Arsenal er í þriðja með 68 en á einnig leik til góða. 

Jean-Phillipe Mateta kom Crystal Palace yfir á þriðju mínútu leiksins með góðu skoti, stöngin inn, 1:0. 

Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace yfir.
Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace yfir. AFP/Ben Stansall

Endurkoma City

Kevin De Bruyne var ekki lengi að jafna metin en tíu mínútum síðar smellti hann boltanum í fjærhornið, glæsilegt mark og allt jafnt, 1:1. 

Rico Lewis kom City í 2:1 í byrjun síðari hálfleiksins. Þá féll boltinn fyrir hann í teig Palace og hann skaut honum í netið. 

Erling Haaland tvöfaldaði forystu City á 66. mínútu með poti í netið eftir sendingu frá De Bruyne, 3:1. 

De Bruyne var svo aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar er hann smellti honum fullkomlega utanfótar og í netið, frábært mark og staðan orðin 4:1. 

Odsonne Édouard skoraði sárabótarmark undir lok leiks, 4:2, og þar við sat. 

Manchester City mætir Real Madrid næst í Meistaradeildinni á þriðjudaginn kemur. Crystal Palace heimsækir Liverpool í næsta leik sínum. 

Crystal Palace 2:4 Man. City opna loka
90. mín. Naouirou Ahmada (Crystal Palace) á skot sem er varið +2 Ágætis tilraun en beint í fangið á Ortega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert