Salah: Það besta sem gæti komið fyrir United

Stjarna Liverpool Mohamed Salah hefur oftar en ekki farið á kostum gegn erkifjendunum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Liðin eigast við seinna í dag á Old Trafford í Manchester. Með sigri kemst Liverpool aftur á toppinn en leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Enska úrvalsdeildin tók saman myndskeið fyrir leikinn af Salah. Þar sagði Egyptinn að það besta sem gæti komið fyrir United á tímabilinu væri að stöðva Liverpool. 

Myndskeiðið má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert