Vildi ekki fara til Liverpool

Rodrygo er lykilmaður í liði Real Madrid.
Rodrygo er lykilmaður í liði Real Madrid. AFP/Ander Gillenea

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Rodrygo, einn af lykilmönnum Real Madrid, hafnaði Liverpool er hann var hjá Santos í heimalandinu. 

Í viðtali við Guardian tjáði Rodrygo frá þessu. Brasilíumaðurinn fékk tilboð frá Liverpool árið 2017 en hafnaði því þar sem hann vildi vera áfram hjá Santos. 

„Tilboðið var mjög gott en ég vildi vera áfram hjá Santos,“ sagði Rodrygo. 

Rodrygo hefur skorað tíu mörk og lagt önnur fimm upp í spænsku 1. deildinni á yfirstandandi tímabili. Þá verður hann í eldlínunni er Real Madrid fær Manchester City í heimsókn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert