Gylfi: Ótrúlega heimskuleg tækling

Í Vellinum á Símanum Sport á sunnudag var rætt um vítaspyrnuna sem var dæmd þegar Aaron Wan-Bissaka felldi Harvey Elliott innan vítateigs í 2:2-jafntefli Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég held að það sé ekki hægt að deila um það hvort þetta sé víti eða ekki, hann fer bara niður og snertir hann. Þá er þetta alltaf víti.

Hann var ekki nálægt boltanum og þetta var ótrúlega heimskuleg tækling. Þetta er ekkert annað en víti,“ sagði Gylfi.

Nánar er rætt um leikinn í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert