Ný rangstöðutækni á Englandi

Luis Díaz var rændur marki
Luis Díaz var rændur marki AFP/Oli Scarff
Enska úrvalsdeildin í fótbolta mun innleiða hálfsjálfvirka rangstöðu tækni frá og með næsta keppnistímabili. Í tilkynningu sem birt var í dag kemur fram að öll 20 félögin í deildinni hafi samþykkt breytingu á tækninni sem notuð er til að úrskurða um rangstöður.

Verkferlar dómara og myndbandsdómara hafa verið gagnrýndir umtalsvert á yfirstandandi keppnistímabili og bar hæst þegar mark Luis Díaz var dæmt af Liverpool í leik gegn Tottenham fyrr í vetur.

Misskilningur milli VAR herbergisins og dómara leiksins gerði það að verkum að löglegt mark var dæmt af Liverpool sem tapaði leiknum með einu marki.

„Á fundi hluthafa Premier League var einróma samþykkt að innleiða hálfsjálfvirka rangstöðu tækni (SAOT) á næsta tímabili og reiknað er með að hún gangi í gegn eftir annað landsleikjahlé haustsins“.

„ Tæknin mun flýta ákvörðunarferlinu og gera það skilvirkara með hjálp staðsetningarbúnaðar á leikmönnum.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert