Brasilíumaðurinn til Manchester?

Lucas Paquetá leikur með West Ham og brasilíska landsliðinu.
Lucas Paquetá leikur með West Ham og brasilíska landsliðinu. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Lucas Paquetá gæti leikið með Manchester City frá og með næstu leiktíð en Englandsmeistararnir hafa mikinn áhuga á miðjumanninum.

Paquetá var nálægt því að ganga í raðir City síðasta sumar, en ekkert varð að félagaskiptunum vegna rannsóknar enska knattspyrnusambandsins á leikmanninum vegna meints veðmálasvindls.

Leikmaðurinn hefur ávallt neitað sök og gaf rannsakendum aðgang að símanum sínum í október á síðasta ári. Er hann grunaður um að hafa viljandi fengið spjöld til að hagnast. Þrátt fyrir það hefur engin niðurstaða fengist í málið.

City getur fengið leikmanninn á um 85 milljónir punda eftir tímabilið, en félagið mun aðeins nýta sér það ef rannsókn á Brasilíumanninum verður látin niður falla.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert