Brassinn valinn leikmaður mánaðarins

Rodrigo Muniz lék frábærlega fyrir Fulham í mars.
Rodrigo Muniz lék frábærlega fyrir Fulham í mars. AFP/Henry Nicholls

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Rodrigo Muniz, sóknarmaður Fulham, hefur verið útnefndur leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Muniz, sem er 22 ára gamall, fór mikinn í mánuðinum og skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum ásamt því að leggja upp eitt mark til viðbótar.

Er þetta í fyrsta sinn sem hann vinnur til verðlaunanna, en Muniz kom til Fulham frá Flamengo í heimalandinu sumarið 2021.

Þá er þetta aðeins í fjórða sinn sem leikmaður Fulham er útnefndur leikmaður mánaðarins í úrvalsdeildinni. Það gerðist síðast árið 2010 þegar markvörðurinn Mark Schwarzer vann til verðlaunanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert