Óvissa með tvo leikmenn United

Marcus Rashford fór meiddur af velli gegn Liverpool.
Marcus Rashford fór meiddur af velli gegn Liverpool. AFP/Paul Ellis

Óvíst er með þátttöku miðjumannsins Scott McTominay og sóknarmannsins Marcus Rashford, leikmanna Manchester United, er liðið mætir Bournemouth á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun. 

McTominay meiddist í leik Manchester United og Chelsea fyrr í mánuðinum og var ekki með í síðasta leik gegn Liverpool. Þá hefur Marcus Rashford einnig verið að glíma við meiðsli, en hann fór af velli í leiknum gegn Liverpool.

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, sagði á blaðamannafundi í dag að mjög ólíklegt væri að McTominay yrði leikfær. Enn ætti eftir að taka ákvörðun um Rashford, sem æfði í gær en er ekki við 100 prósent heilsu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert