Spánverjinn stjóri mánaðarins

Andoni Iraola.
Andoni Iraola. AFP/Justin Tallis

Spænski knattspyrnustjórinn Andoni Iraola hjá Bournemouth hefur verið útnefndur stjóri marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Er þetta í fyrsta sinn sem Iraola vinnur til verðlaunanna og er hann aðeins annar stjóri Bournemouth sem nær því.

Iraola tók við stjórnartaumunum hjá Bournemouth fyrir tímabilið og eftir brösuga byrjun hefur gengið verið afbragðs gott og liðið er sem stendur í 12. sæti með 41 stig, sjö stigum frá Evrópusæti og 16 stigum fyrir ofan fallsæti.

Í mars vann Bournemouth þrjá af fjórum leikjum sínu í úrvalsdeildinni og gerði jafntefli í þeim fjórða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert