Ten Hag „Við áttum ekki meira skilið“

Brúnaþungur Erik Ten Hag
Brúnaþungur Erik Ten Hag AFP/ Adrian DENNIS

Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkenndi að hans menn hefðu ekki átt skilið að sigra Bournemouth í leik liðanna í dag.

„Í dag áttum við ekki meira skilið, ef þú gefur svona mörg færi á þér í fyrri hálfleik áttu ekkert skilið. Við tókum ekki stjórnina á leiknum“.

Ten Hag gagnrýndi leikmenn sína meðal annars fyrir að tapa boltanum of auðveldlega en hrósaði þeim fyrir að jafna leikinn þrátt fyrir slaka frammistöðu.

Talið er að Erik Ten Hag sé ekki öruggur um að halda starfi sínu sem þjálfari Manchester United eftir að Jim Ratcliffe tók við rekstri félagsins en Ratcliffe er talinn vilja gera stórar breytingar á félaginu, innan sem utan vallar.

Andoni Iraola, þjálfari Bournemouth, var afar ósáttur við dómara leiksins og sérstaklega þá ákvörðun að færa brot Willy Kambwala á Ryan Christie út fyrir vítateiginn og breyta vítadómnum í aukaspyrnu.

„Við þurfum að njóta sömu virðingar og önnur lið. Öll liðin eru að spila mikilvæga leiki og leggja mikla vinnu á sig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert