Liverpool tapaði aftur á Anfield

Eberechi Eze fagnar fyrsta marki leiksins.
Eberechi Eze fagnar fyrsta marki leiksins. AFP/Paul Ellis

Liverpool tapaði sínum öðrum heimaleik á þremur dögum er liðið mátti þola 0:1-tap gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Anfield í dag.

Eberechi Eze skoraði sigurmarkið á 14. mínútu er hann kláraði af öryggi í teignum eftir sendingu frá Tyrick Mitchell af vinstri kantinum.

Liverpool fékk fjölmörg færi til að jafna metin og í raun vinna stórsigur en Dean Henderson átti stórleik í marki Palace og gestirnir vörðust oft vel á ögurstundu.

Hinum megin hafði Alisson lítið að gera, en hann varði þó glæsilega frá Jean-Philippe Mateta í seinni hálfleik. Þess fyrir utan var hann áhorfandi stóran hluta leiks.

Mbl.is færði ykkur það helsta úr leiknum í beinni textalýsingu sem má sjá hér fyrir neðan.  

Liverpool 0:1 Crystal Palace opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti sjö mínútur í uppbótartíma. Nóg eftir!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert