Frakkinn yfirgefur United

Anthony Martial.
Anthony Martial. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur ákveðið að nýta sér ekki ákvæði til að framlengja samning franska sóknarmannsins Anthony Martial um eitt ár.

Samningur Martials rennur út í sumar og því rær hann á önnur mið eftir níu ára dvöl sem hefur markast af þrálátum meiðslum.

Rudy Galetti, íþróttafréttamaður á Sky Sport á Ítalíu, greinir frá því á X-aðgangi sínum að ferill Martial hjá Man. United sé brátt á enda nema eitthvað stórkostlegt breytist.

Hann er byrjaður að æfa að nýju eftir meiðsli og gæti því enn komið við sögu á yfirstandandi tímabili áður en dvölinni lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert