Selur Chelsea sinn besta mann?

Conor Gallagher er í lykilhlutverki hjá Chelsea.
Conor Gallagher er í lykilhlutverki hjá Chelsea. AFP/Glyn Kirk

Conor Gallagher, sem hefur verið fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Chelsea, verður líklega seldur í sumar þrátt fyrir að vera í lykilhlutverki hjá liðinu.

Gallagher hefur ekki verið boðinn nýr samningur þó núgildandi samningur renni út sumarið 2025 og enskir fjölmiðlar telja ástæðuna vera þá að félagið þurfi að selja hann til að rétta af fjárhagsstöðuna í sumar í kjölfarið á miklum leikmannakaupum undanfarin tvö ár.

Hjá Chelsea er unnið eftir þeirri stefnu að selja leikmenn þegar þeir eiga eitt ár eftir af samningi, ef ekki er samið við þá að nýju, frekar en að láta samninginn renna út og fá þá ekkert fyrir leikmanninn.

Gallagher er 24 ára miðjumaður, enskur landsliðsmaður, og samkvæmt enskum miðlum eru m.a. Tottenham, Newcastle og West Ham öll í startholunum og vilja fá hann til liðs við sig. Gallagher hefur spilað 41 leik með Chelsea í öllum mótum í vetur, skorað fimm mörk og átt átta stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert