Ekki með Liverpool í þrjár vikur

Conor Bradley fær aðhlynningu á vellinum í leiknum við Crystal …
Conor Bradley fær aðhlynningu á vellinum í leiknum við Crystal Palace. AFP/Paul Ellis

Conor Bradley, hægri bakvörður Liverpool, fór meiddur af velli þegar liðið tapaði fyrir Crystal Palace á sunnudaginn og hann mun missa af næstu leikjum liðsins.

Staðfest var að hann yrði að líkindum frá næstu þrjár vikurnar vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir.

Það gæti þýtt að hann missi af fimm leikjum því á næstu þremur vikum leikur Liverpool gegn Atalanta í Evrópudeildinni og svo gegn Fulham, Everton, West Ham og Tottenham í úrvalsdeildinni.

Bradley fór af velli á 48. mínútu en Trent Alexander-Arnold kom í hans stað og lék sinn fyrsta leik frá því hann meiddist 10. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert