Takefusa á leið til Liverpool?

Takefusa Kubo hefur gert það gott með Real Sociedad.
Takefusa Kubo hefur gert það gott með Real Sociedad. AFP/Ander Gillenea

Liverpool hefur augastað á japanska knattspyrnumanninum Takefusa Kubo sem hefur gert það gott með Real Sociedad á Spáni.

Þetta segja spænskir fjölmiðlar í dag en Kubo er með klausu í sínum samningi um að hægt sé að kaupa hann fyrir 51 milljón punda.

Kubo er 22 ára kantmaður sem kom 18 ára gamall til Real Madrid og var þar í þrjú ár án þess að spila fyrir aðalliðið en var lánaður til Mallorca, Villarreal og Getafe. Hann hefur síðan leikið með Real Sociedad frá árinu 2022. 

Kubo hefur leikið 34 landsleiki fyrir Japan og skorað í þeim fjögur mörk. Í spænsku 1. deildinni hefur hann leikið 152 leiki og skorað 22 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert