Endurteknir leikir heyra sögunni til

Leikur Manchester United og Liverpool í enska bikarnum fór í …
Leikur Manchester United og Liverpool í enska bikarnum fór í framlengingu. Framvegis fara allir jafnteflis leikir keppninnar í framlengingu. AFP/Paul Ellis

Frá og með næsta tímabili munu leikir sem lykta með jafntefli ekki verða endurteknir í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu karla.

Enska knattspyrnusambandið og enska úrvalsdeildin hafa undirritað nýtt sex ára samkomulag þar sem ákveðið var að frá og með fyrstu umferð tímabilið 2024-25 verði jafnteflisleikir ekki endurteknir.

Þess í stað verður gripið til framlengingar og vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram sigurvegara standi leikar jafnir að venjulegum leiktíma loknum.

Á yfirstandandi tímabili var endurtekningu leikja hætt frá og með fimmtu umferð.

Aukið leikjaálag og vetrarfrí afnumið

Í tilkynningu frá enska sambandinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin með tilliti til aukins leikjaálags sem stafi af stækkun Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, á keppnum sínum sem leiði til fleiri leikja.

Enska úrvalsdeildin hefur þá tekið ákvörðun um að leggja vetrarfrí á miðju tímabili af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert