Vill græða meira en fyrirliði United

Bruno Fernandes er fyrirliði Manchester United.
Bruno Fernandes er fyrirliði Manchester United. AFP/Paul Ellis

Enski framherjinn Ivan Toney vill fá hærri laun en fyrirliðinn Bruno Fernandes ef hann gengur til liðs við Manchester United í sumar. 

Enskir miðlar greina frá en líklegt þykir að Toney færi sig um set í sumar frá liði hans Brentford. 

Manchester United er eitt af liðunum sem hafa áhuga á framherjanum en hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Chelsea. 

Vonast hann til þess að fá hærri laun en Fernandes, sem er einn launahæsti leikmaður Manchester United. 

Ivan Toney í leik gegn Manchester United.
Ivan Toney í leik gegn Manchester United. AFP/Justin Tallis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert