Arsenal aftur á toppinn

Leandro Trossard
Leandro Trossard AFP/HENRY NICHOLLS

Arsenal komst í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sigraði Wolves á Molineux, 2:0, í dag. Manchester City á leik til góða og eru stigi á eftir.

Leandro Trossard og Martin Ödegaard skoruðu mörk Arsenal í dag og halda lífi í titilbaráttunni á Englandi. Liverpool getur jafnað Arsenal að stigum með sigri á Fulham á morgun en Arsenal er með töluvert betri markatölu.

Wolves 0:2 Arsenal opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti sex mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert