Arteta „Við erum að berjast um titilinn“

Arteta fer yfir málin með sínum mönnum í leik dagsins.
Arteta fer yfir málin með sínum mönnum í leik dagsins. AFP/HENRY NICHOLLS

Mikel Arteta þjálfari Arsenal var ánægður með sigur liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni á Molineux í Wolverhampton í dag. Leiknum lauk 2:0.

„Ég get sagt þér hvar munurinn liggur. Núna erum við að berjast um titilinn á nýjan leik. Margir drengjana fengu sína fyrstu reynslu í Meistaradeildinni og við höfum bætt okkur mikið.“

„Við viljum vera efstir. Við töpuðum toppsætinu á heimavelli gegn Aston Villa síðustu helgi en við áttum ekki skilið að tapa. Við þurfum að leggja allt í sölurnar gegn Chelsea á þriðjudaginn“.

Arsenal hefur haldið hreinu í síðustu sex útileikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og fimmtán sinnum í heildina á þessu tímabili.

Arteta á Molineux í dag
Arteta á Molineux í dag AFP/HENRY NICHOLLS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert