Everton vann fallbaráttuslaginn

Neco Williams hjá Nottingham Forest á fleygiferð í dag.
Neco Williams hjá Nottingham Forest á fleygiferð í dag. Ljósmynd/Nottingham Forest

Everton og Nottingham Forest mættust í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á heimavelli Everton, Goodison Park í Liverpool. Leikar enduðu með 2:0 sigri heimamanna.

Með sigrinum fjarlægist Everton fallbaráttuna og er liðið með 30 stig í 16. sæti, 5 stigum frá fallsæti. Nottingham Forest situr áfram í 17. sæti með 26 stig, einu stigi frá fallsæti.

Leikurinn byrjaði af miklum krafti og skiptust liðin á að sækja. Fyrsta mark leiksins kom á 29. mínútu þegar Idrissa Gueye kom Everton yfir með góðu skoti fyrir utan teig. Markið gaf Everton-mönnum sjálfstraust og tóku þeir völdin í kjöfarið. Í lok fyrri hálfleiks fékk þó Chris Wood dauðafæri fyrir Forest sem Pickford varði glæsilega í marki Everton. 1:0 staðan í hálfleik.

Forest-menn komu kröftugir inn í seinni hálfleikinn og fékk Gibbs-White dauðafæri til að jafna en skotið var framhjá. Gegn gangi leiksins skoraði Everton sitt annað mark á 76. mínútu leiksins. Þar var á ferðinni Dwight McNeil sem lét vaða af 25 metra færi, stöngin inn, óverjandi fyrir Sels í marki Forest-manna. Eftir þetta var sigur Everton-manna aldrei í hættu. 

Everton 2:0 Nottingham F. opna loka
90. mín. Forest að dæla inn fyrirgjöfum en Everton vörnin vandanum vaxinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert