Einum sigri frá ensku úrvalsdeildinni

Jamie Vardy skoraði.
Jamie Vardy skoraði. AFP/Oli Scarff

Leicester þarf einn sigur úr síðustu tveimur leikjum sínum í ensku B-deildinni í fótbolta til að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni eftir 5:0-stórsigur á Southampton á heimavelli í kvöld.

Abdul Fatawu Issahaku skoraði þrjú mörk fyrir Leicester og Wilfred Ndidi og Jamie Vardy komust einnig á blað.

Leicester er nú með 94 stig, fjórum stigum meira en Leeds í öðru sæti og hafa bæði lið spilað 44 leiki af 46. Ipswich er í þriðja sæti með 89 stig og með leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert