Skaut fast á leikmann United

Antony í leiknum gegn Coventry um helgina.
Antony í leiknum gegn Coventry um helgina. AFP/Glyn Kirk

Brasilíumaðurinn Antony fagnaði beint fyrir framan leikmenn Coventry er Manchester United tryggði sér sigur í vítaspyrnukeppni og þar með sæti í úrslitaleik enska bikarsins í fótbolta. 

Manchester United komst 3:0 yfir en mögnuð endurkoma B-deildarliðs Coventry sá til þess að staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 3:3. 

Coventry skoraði síðan á lokasekúndum framlengingarinnar en markið var síðan dæmt af vegna rangstöðu og þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. 

Bara svo það sé ljóst

Þar hafði United betur en er Rasmus Höjlund skoraði úr víti og tryggði United áfram fögnuðu leikmenn liðsins lítið. 

Antony var með aðrar hugmyndir og fagnaði beint í smettið á leikmönnum Coventry. 

Neal Maupay, leikmaður Brentford, sem hefur oft verið þekktur sem fantur deildarinnar tók til X, áður Twitter, eftir leikinn. 

„Bara svo að það sé ljóst, ekki einu sinni ég myndi gera þetta,“ sagði Maupay. 

Neal Maupay.
Neal Maupay. AFP/Glyn Kirk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert