Markahrókurinn ekki með

Erling Haaland.
Erling Haaland. AFP/Darren Staples

Norski knattspyrnumaðurinn Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City, getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld vegna meiðsla.

Haaland missti af síðasta leik Man. City, 1:0-sigri á Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi, af þessum sökum og staðfesti knattspyrnustjórinn Pep Guardiola á fréttamannafundi í dag að markahrókurinn væri ekki leikfær á morgun.

„Erling er ekki reiðubúinn fyrir morgundaginn. Hinir tveir eru klárir í slaginn,“ sagði Guardiola og vísaði til John Stones og Phil Foden.

Stones fór af velli í hálfleik gegn Chelsea og Foden tók ekki þátt í æfingu Man. City í gær. Þeir eru leikfærir annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert