Tímabilið búið hjá tveimur

Evan Ferguson í leik með Brighton gegn Liverpool.
Evan Ferguson í leik með Brighton gegn Liverpool. AFP/Glyn Kirk

Þeir Evan Ferguson og Pervis Estupinan leika ekkert meira með enska úrvalsdeildarliðinu Brighton á leiktíðinni vegna meiðsla.

Hinn 19 ára gamli Ferguson sló í gegn á síðustu leiktíð er hann gerði tíu mörk í 25 leikjum. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar og ekki skorað frá því í nóvember.

Estupinian missti af 15 leikjum frá september til desember og er nú aftur að glíma við meiðsli.

Brighton er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 32 leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert