Breyting á félagaskiptaglugganum

Darwin Núnez gæti verið á förum frá Liverpool.
Darwin Núnez gæti verið á förum frá Liverpool. AFP/Benjamin Cremel

Félagaskiptaglugginn á Englandi mun taka breytingum næsta sumar en sumarglugginn verður opinn í styttri tíma á meðan að vetrarglugginn verður opinn lengur. 

Félagaskiptaglugginn verður opinn frá 14. júní til 30. ágúst en hann hefur vanalega verið opinn til 1. september. 

Þá opnar glugginn aftur á nýársdag 2025 og mun vera opinn til 3. febrúar frekar en 1. 

Samkvæmt ensku úrvalsdeildinni er þetta gert í góðu samræmi við aðrar stærstu deildir Evrópu til að tryggja samræmi milli deildanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert