Rétt missti af Palmer

Cole Palmer hefur verið magnaður hjá Chelsea.
Cole Palmer hefur verið magnaður hjá Chelsea. AFP/Glyn Kirk

Roberto De Zerbi knattspyrnustjóri Brighton viðurkenndi að hans lið hafi reynt að fá Cole Palmer leikmann Chelsea síðasta sumar. 

Palmer kom til Chelsea frá Manchester City og hefur farið á kostum. Hann hefur skorað 21 mark og lagt önnur tíu upp. 

Á blaðamannafundi fyrir leik Brighton gegn Chelsea á Stamford Bridge í kvöld viðurkenndi De Zerbi að Brighton hafi viljað fá Palmer. 

„Við reyndum að kaupa hann síðasta sumar. Okkur fannst hann vera topp leikmaður. Það verður erfitt að mæta honum,“ sagði De Zerbi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert