Úrslitin ráðast í lokaumferðinni

Emma Hayes stýrir Chelsea í sínum síðasta leik á laugardag.
Emma Hayes stýrir Chelsea í sínum síðasta leik á laugardag. AFP/Adrian Dennis

Kvennalið Chelsea í knattspyrnu tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með því að leggja nágranna sína í Tottenham Hotspur að velli, 1:0, á útivelli í gærkvöldi.

Chelsea jafnaði Manchester City að stigum með sigrinum og er með ögn betri markatölu fyrir lokaumferðina á laugardag. Bæði lið eru með 52 stig eftir 21 leik og munar tveimur mörkum á þeim.

Chelsea freistar þess að verja Englandsmeistaratitilinn en fær snúið verkefni í lokaumferðinni þegar liðið heimsækir Manchester United, sem er í fimmta sæti með 35 stig.

Man. City heimsækir Aston Villa til Birmingham, sem ætti fyrir fram að teljast auðveldara verkefni þar sem Villa er í sjöunda sæti með 24 stig.

Gæti hæglega farið svo að úrslitin í deildinni ráðist á markatölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert