Bolton tapaði úrslitaleiknum

Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson Ljósmynd/Bolton

Bolton Wanderers, félag Jóns Daða Böðvarssonar, tapaði 2:0 fyrir Oxford United úrslitaleik umspilsins um sæti í B-deild enska fótboltans á Wembley í dag. Jón Daði var ekki í leikmannahópi Bolton vegna meiðsla.

Josh Murray skoraði bæði mörk Oxford í fyrri hálfleik á Wembley í dag en þetta er í fyrsta skipti í 25 ár sem Oxford spilar í B-deild. Oxford lék í utandeildinni árið 2010. Liðið fylgir Portsmouth og Derby upp en þau enduðu í tveimur efstu sætunum.

Bolton þarf að spila í C-deildinni sjötta tímabilið í röð en liðið tapaði í undanúrslitum umspilsins á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert