Chelsea þarf greiða frá Manchester City

Moises Caicedo skoraði frábært mark.
Moises Caicedo skoraði frábært mark. AFP/Henry Nicholls

Chelsea endar í 6. sæti ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Bournemouth, 2:1, í Lundúnum í dag. 

Chelsea er þar með búið að tryggja sér sæti í Evrópu á næsta ári. Hvort það verði Evrópu- eða Sambandsdeildin kemur þó ekki í ljós fyrr en næstu helgi. 

Manchester-liðin tvö City og United eigast við í úrslitaleik bikarsins og með sigri tryggir United sér sæti í Evrópudeildinni annars fer Chelsea þangað. 

Moises Caicedo og Raheem Sterling skoruðu mörk Chelsea en mark Bournemouth var sjálfsmark. 

Önnur úrslit:

Arsenal - Everton 2:1
Brentford - Newcastle 2:4
Brighton - Manchester United 0:2
Burnley - Nottingham Forest 1:2
Chelsea - Bournemouth 2:1
Crystal Palace - Aston Villa 5:0
Luton - Fulham 2:4
Manchester City - West Ham 3:1
Sheffield United - Tottenham 0:3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert