Ten Hag: United er á betri stað en í fyrra

Erik ten Hag.
Erik ten Hag. AFP/Oli Scarff

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United vill meina að United sé á betri stað en í fyrra þrátt fyrir að liðið sé í 8. sæti á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar.

United getur farið upp um eitt sæti með því að vinna Brighton í dag og ef Newcastle tapar eða gerir jafntefli. Liðin eru bæði með 57 stig en Newcastle með betri markatölu.

Ef liðið tapar endar það í 8. sæti en United hefur ekki endað svo neðarlega síðan tímabilið 1989/90.

Á síðasta tímabili endaði United í 3. sæti og fór því í Meistaradeild Evrópu. Í dag getur liðið ekki nælt sér í sæti í neinni Evrópukeppni en ten Hag telur liðið vera á betri stað.

Margir leikmenn liðsins hafa glímt við erfið meiðsli og liðið teflt fram fjölmörgum miðvarðarpörum. 

„Þegar þú horfir á töfluna finnst þér þetta vera verra en við vitum ástæðuna á bak við þetta. Ég okkur vera á betri stað því við erum með fleiri gæða leikmenn í hópnum.

Við höfum þjálfað ungað leikmenn sem eru mjög efnilegir og geta bætt gæði liðsins og erum einnig með reynda leikmenn sem er góð blanda,“ sagði ten Hag en til dæmis má nefna Alejandro Garnacho, Rasmus Hojlund og Kobbie Mainoo sem unga og efnilega en Mainoo var valinn í enska landsliðshópinn á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert