United endar með mínus í markatölu

United-menn fagna marki Rasmus Höjlund.
United-menn fagna marki Rasmus Höjlund. AFP/Glyn Kirk

Manchester United endar með mínus í markatölu þrátt fyrir að hafa unnið sterkan útisigur á Brighton, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag. 

United endar í áttunda sæti deildarinnar með 60 stig en mínus einn í markatölu. Liðið skoraði 57 mörk en fékk 58 á sig. 

Brighton endar í 11. sæti með 48 stig. 

Diogo Dalot og Rasmus Höjlund skoruðu mörk United í leiknum í dag en bæði komu í seinni hálfleik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert