Dagný áfram í Austur-Lundúnum

Dagný Brynjarsdóttir verður hjá West Ham næstu árin.
Dagný Brynjarsdóttir verður hjá West Ham næstu árin. Ljósmynd/West Ham

Landsliðskonan reynda Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við enska knattspyrnufélagið West Ham. 

Samningur Dagnýjar átti að renna út í sumar en er nú til sumarsins 2025. 

Dagný er nýkomin aftur á völlinn eftir að hafa eignast sitt annað barn. Hún var í leikmannahópi West Ham í síðasta deildarleik liðsins. 

Dagný gekk í raðir West Ham í byrjun árs 2021 og hefur síðan spilað 65 leiki og skorað 17 mörk. Þá hefur hún einnig verið fyrirliði liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert