Slot tilkynntur sem stjóri Liverpool

Arne Slot kvaddi Feyenoord um liðna helgi.
Arne Slot kvaddi Feyenoord um liðna helgi. AFP/Bart Stoutjesdijk

Liverpool hefur tilkynnt formlega um ráðningu hollenska þjálfarans Arne Slot sem nýs knattspyrnustjóra karlaliðsins.

Slot tekur við starfinu þann 1. júní næstkomandi og verður fyrsti hollenski þjálfarinn í sögu félagsins. Skrifaði hann undir þriggja ára samning.

Hann var síðast stjóri Feyenoord, sem hann gerði að hollenskum bikarmeisturum á nýafstöðnu tímabili og Hollandsmeisturum á síðasta ári.

Slot tekur við starfinu af Jürgen Klopp, sem hefur látið af störfum eftir tæplega níu ára starf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert