Pochettino hættur með Chelsea

Mauricio Pochettino hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri Chelsea.
Mauricio Pochettino hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri Chelsea. AFP/Glyn Kirk

Mauricio Pochettino hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri Chelsea eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn.

The Telegraph greinir frá því að Pochettino og íþróttastjórar félagsins, Paul Winstanley og Laurence Stewart, ásamt meðeigandanum Behdad Eghbali hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um að leiðir myndu skilja.

Pochettino tók við liðinu síðasta sumar og hafnaði Chelsea í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili, hans eina við stjórnvölinn, auk þess að vinna til silfurverðlauna í enska deildabikarnum eftir tap fyrir Liverpool í úrslitaleik.

Argentínumaðurinn samþykkti að láta af störfum seint í morgun.

Uppfært:
Chelsea hefur staðfest að Pochettino hafi yfirgefið félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert