Hafði betur gegn Guardiola

Kieran McKenna ásamt Ole Gunnar Solskjær
Kieran McKenna ásamt Ole Gunnar Solskjær AFP/PAUL ELLIS

Kieran McKenna, knattspyrnustjóri Ipswich Town, hefur verið valinn þjálfari ársins af samtökum þjálfara í ensku deildakeppninni. McKenna skaut þar með Pep Guardiola og Mikel Arteta ref fyrir rass.

Hinn 38 ára gamli McKenna tókst að koma Ipswich upp í úrvalsdeildina en liðið hafnaði í öðru sæti B-deildarinnar, stigi á eftir Leicester City, en þetta er annað árið í röð sem Ipswich fer upp um deild.

McKenna var áður aðalliðsþjálfari í teymi Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United en Sir Alex Ferguson afhenti honum verðlaunin. 

„Þessi verðlaun marka eina stoltustu stund ævi minnar. Að verða knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni og mæta frábærum þjálfurum verður áskorun sem ég get ekki beðið eftir“.

Aðrir tilnefndir voru Arteta, Guardiola, Unai Emery, Sean Dyche og John Mousinho knattspyrnustjóri Portsmouth.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert