Liverpool auglýsir eftir þjálfara á LinkedIn

Arne Slot leitar að sérfræðing í föstum leikatriðum.
Arne Slot leitar að sérfræðing í föstum leikatriðum. AFP/Maurice van Steen

Liverpool hefur gripið til þess ráðs að auglýsa eftir sérfræðingi í föstum leikatriðum á samfélagsmiðlinum LinkedIn. Arne Slot tekur við starfi Jürgen Klopp sem knattspyrnustjóri í sumar.

Það er ekki algengt að íþróttafélög af stærðargráðu Liverpool auglýsi eftir starfsfólki fyrir aðalliðið á samfélagsmiðlum en LinkedIn er miðill sem tengir fólk og fyrirtæki í atvinnulífinu. 

Starfslýsingin er ítarleg en meðal annars eiga umsækjendur að vera færir um að greina styrkleika og veikleika mótherja Liverpool í föstum leikatriðum, búa til áætlanir í varnarleik í föstum leikatriðum og kynna fyrir leikmönnum aðalliðsins.

Umsækjendur verða að vera með UEFA A þjálfaragráðu og geta sýnt fram á góðan árangur í sambærilegu starfi í atvinnumanna deild. 

Áhugasamir geta kynnt sér starfið og sótt um hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert