Stjarna Liverpool: Þeir sem segja það eru að ljúga

Síðustu vikur hafa verið erfiðar hjá Darwin Núnez.
Síðustu vikur hafa verið erfiðar hjá Darwin Núnez. AFP/Paul Ellis

Darwin Núnez, framherji enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur, en hann skoraði aðeins eitt mark í þrettán síðustu leikjum tímabilsins.

Núnez eyddi öllu tengdu Liverpool af samfélagsmiðlum sínum vegna þessa, en hann ræddi lífið hjá Liverpool við Canal 10 í heimalandinu Úrúgvæ.

„Ég reyni að hundsa þessa gagnrýni. Áður fyrr skoðaði ég mikið sem var skrifað um mig og það hafði áhrif. Þeir sem segja að gagnrýni hafi ekki áhrif eru að ljúga,“ sagði framherjinn.

Hann gaf svo í skyn að hann væri ekki sérlega sáttur í Bítlaborginni ensku og það væri gott að komast í annað umhverfi.

„Mér líður eins og ég komi heim í hvert skipti sem ég spila með landsliðinu. Hér get ég hitt fólkið mitt, talað við alla og mér líður vel. Ég kann líka að meta Almería, þar sem ég spilaði áður, þar fékk ég mikla ást og hitti ástina í lífi mínu,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka