Burnley vill 3 milljarða

Vincent Kompany er knattspyrnustjóri Burnley.
Vincent Kompany er knattspyrnustjóri Burnley. AFP/Andy Buchanan

Burnley vill fá 3 milljarða íslenskra króna frá þýska stórveldinu Bayern München fyrir knattspyrnustjórann Vincent Kompany. 

Kompany er efstur á blaði Bæjara, þrátt fyrir að hafa fallið með Burnley úr ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili. Samkvæmt þýskum sem enskum miðlum er munnlegt samkomulag á milli Bæjara og Kompany komið í höfn. 

Bayern verður þó að glíma við Burnley þar sem Kompany er á samningi. SkySports greinir frá því að Burnley vilji fá allt að 17 milljónir punda fyrir Kompany eða þrjár milljarða íslenskra króna. 

Bayern vill hins vegar ekki greiða það verð og er í viðræðum um að lækka það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert