Enska knattspyrnusambandið kærir Brassann

Lucas Paquetá í leik með West Ham United gegn Manchester …
Lucas Paquetá í leik með West Ham United gegn Manchester City. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnusambandið hefur kært brasilíska knattspyrnumanninn Lucas Paquetá, leikmann West Ham United, fyrir brot á veðmálareglum sambandsins.

Í tilkynningu frá sambandinu segir að Paquetá sé gefið að sök að hafa reynt að hafa áhrif á framvindu eða atvik í tilteknum leikjum með því að leitast eftir því að fá viljandi gult spjald frá dómaranum með þeim óviðeigandi hætti að hafa áhrif á veðmálamarkaðinn, með það fyrir augum að einn eða fleiri aðilar gætu hagnast á veðmálum.

Sambandið hefur undanfarna níu mánuði haft til rannsóknar fjögur grunsamleg gul spjöl sem brasilíski landsliðsmaðurinn fékk í leikjum með West Ham.

Paquetá neitar sök en verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér langt leikbann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert