Hjartnæm kveðja Jóns Daða

Jón Daði Böðvarsson í leik með Bolton.
Jón Daði Böðvarsson í leik með Bolton. Ljósmynd/Bolton

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson yfirgefur enska C-deildarfélagið Bolton sem vinsæll maður. 

Jón Daði greindi frá því á X-síðu sinni, áður Twitter, í gær að hann væri á förum frá félaginu. Jón Daði gekk til liðs við félagið í janúar 2022 og hefur síðan spilað 94 leiki og skorað 24 mörk. 

Jón Daði sendi frá sér hjartnæma kveðju til Bolton stuðningsmanna sem þeir tóku vel í. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert