Missir af bikarúrslitaleiknum

Harry Maguire tekur ekki þátt í bikarúrslitaleiknum um helgina.
Harry Maguire tekur ekki þátt í bikarúrslitaleiknum um helgina. AFP/Oli Scarff

Enski knattspyrnumaðurinn Harry Maguire, miðvörður Manchester United getur ekki tekið þátt í síðasta leik liðsins á tímabilinu, bikarúrslitaleik gegn nágrönnunum og erkifjendunum í Manchester City á laugardag.

Maguire hefur verið að glíma við vöðvameiðsli undanfarnar þrjár vikur og stóðu vonir til þess að hann myndi verða leikfær fyrir bikarúrslitaleikinn.

„Harry Maguire er ekki klár í slaginn. Á morgun tökum við endanlegar ákvarðanir varðandi liðið. Málið er að hann jafnaði sig ekki eins hratt og búist var við,“ sagði Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, á fréttamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert