Nýr stjóri West Ham

Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui. AFP/Cristina Quicler

Spánverjinn Julen Lopetegui er nýr knattspyrnustjóri karlaliðs West Ham. 

Félagið greindi frá rétt í þessu en Lopetegui var talinn líklegasti kosturinn til að taka við af David Moyes, og nú er það staðfest. 

Lopetegui hefur stýrt spænska landsliðinu, Real Madrid, Porto, Sevilla og loks Wolves þar sem hann var síðast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert