Allir tilbúnir nema markvörðurinn

Stefan Ortega ver mark Manchester City á morgun.
Stefan Ortega ver mark Manchester City á morgun. AFP/Glyn Kirk

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, verður með sitt sterkasta lið í bikarúrslitaleiknum gegn Manchester United á morgun, með einni undantekingu.

Brasilíski markvörðurinn Ederson er áfram úr leik vegna meiðsla þannig að Þjóðverjinn Stefan Ortega ver mark Englandsmeistaranna eins og í undanförnum leikjum.

Guardiola staðfesti þetta á fréttamannafundi núna í hádeginu en leikur liðanna fer fram á morgun klukkan 14 á Wembley-leikvanginum í London.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert