Arsenal vill hollenskan markvörð

Hollendingurinn Justin Bijlow.
Hollendingurinn Justin Bijlow. AFP/Simon Wohlfahrt

Arsenal vill hollenska markvörðinn Justin Bijlow þar sem að varamarkvörður liðsins Aaron Ramsdale er á förum. 

Enskir miðlar greina frá en Justin Bijlow, sem er 26 ára gamall, ver mark Feyenoord. 

Bijlow hefur allan ferilinn leikið með Feyenoord í heimalandinu en hann á að baki átta landsleiki fyrir Holland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert