Gæti farið í tíu ára bann

Lucas Paquetá fær eitt af þeim gulu spjöldum sem var …
Lucas Paquetá fær eitt af þeim gulu spjöldum sem var rannsakað. AFP/Ben Stansall

Brasilíumaðurinn Lucas Paquetá, miðjumaður West Ham, gæti átt yfir höfði sér tíu ára bann frá fótbolta fyr­ir brot á veðmála­regl­um enska knattspyrnusam­bands­ins.

Paqu­etá sé gefið að sök að hafa reynt að hafa áhrif á fram­vindu eða at­vik í til­tekn­um leikj­um með því að leit­ast eft­ir því að fá vilj­andi gult spjald frá dóm­ar­an­um með þeim óviðeig­andi hætti að hafa áhrif á veðmála­markaðinn, með það fyr­ir aug­um að einn eða fleiri aðilar gætu hagn­ast á veðmál­um.

Sam­bandið hef­ur und­an­farna níu mánuði haft til rann­sókn­ar fjög­ur grun­sam­leg gul spjöl sem bras­il­íski landsliðsmaður­inn fékk í leikj­um með West Ham.

Ní greinir DailyMail frá því að Paquetá gæti farið í tíu ára bann frá fótbolta, enda séu önnur fordæmi fyrir því við svipaðar aðstæður. 

Paquetá neitar sök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert