Hvatningarorð fyrirliða United

Fyrirliðinn Bruno Fernandes ásamt Amad Diallo.
Fyrirliðinn Bruno Fernandes ásamt Amad Diallo. AFP/Oli Scarff

Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United sendi frá sér hvatningarorð til stuðningsmanna fyrir leik liðsins gegn Manchester City í úrslitum enska bikarsins í fótbolta á morgun. 

United-liðið hefur valdið miklum vonbrigðum á yfirstandandi tímabili en með sigri á morgun getur liðið unnið næsteftirsóttasta bikar Englands. 

Bruno Fernandes er spenntur fyrir leiknum og sendi frá sér langa færslu á The Players Tribune fyrir leikinn. 

„Til allra stuðningsmanna Manchester United: Ég veit að tímabilið hefur verið vonbrigði og langt frá okkar getu. Við erum þó á leiðinni á Wembley. 

Standið við bakið á okkur einu sinni enn, ykkar fyrirliði, Bruno,“ sagði Portúgalinn meðal annars í langri færslu. 

Leikurinn hefst klukkan 14 á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert