Tók mig hálft ár að líða vel hjá United

André Onana, markvörður Manchester United.
André Onana, markvörður Manchester United. AFP/Paul Ellis

Kamerúnski knattspyrnumaðurinn André Onana, markvörður Manchester United, segir það hafa tekið tímann sinn að sýna sitt rétta andlit eftir að hafa erfitt uppdráttar með liðinu til að byrja með.

Onana var keyptur á 47,2 milljónir punda, jafnvirði 8,3 milljarða íslenskra króna, frá Inter Mílanó síðastliðið sumar.

„Það tók mig sex mánuði að byrja að líða vel hér. Ég kom hinga sem besti markvörður heims en „búmm,“ svo breyttist það.

Ég velti því fyrir mér hvað gerðist. En knattspyrnan er svona erfið stundum,“ sagði hann í samtali við BBC Sport.

Þetta veltur á því hvort þú liggir niðri eða kemur þér á fætur og berst. Ég veit hvað ég gerði til þess að komast hingað. Ég veit hvaða mann ég hef að geyma. Ég ákvað að standa upp og berjast,“ bætti hann við.

Man. United á fyrir höndum leik gegn Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert