Verður rekinn eftir úrslitaleikinn

Erik ten Hag er væntanlega á förum frá Manchester United.
Erik ten Hag er væntanlega á förum frá Manchester United. AFP/Oli Scarff

Erik ten Hag verður rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Manchester United eftir úrslitaleik liðsins í bikarkeppninni á Englandi gegn Manchester City á morgun.

Enski fjölmiðillinn The Guardian hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum og segir að sigur gegn Manchester City myndi ekki breyta neinu. Ákvörðun hafi þegar verið tekin.

Manchester United endaði í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar í vetur, sem er slakasti árangur liðsins frá árinu 1990, og kemst ekki í Evrópukeppni næsta vetur nema liðinu takist að vinna Englandsmeistarana og nágranna sína í City í úrslitaleiknum á Wembley á morgun.

The Guardian óskaði eftir viðbrögðum frá Manchester United við fréttinni en félagið vildi ekkert segja um hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert