Chelsea með fjóra þjálfara í sigtinu

Tekur De Zerbi við Chelsea?
Tekur De Zerbi við Chelsea? AFP/Glyn KIRK

Chelsea er í leit að nýjum knattspyrnustjóra en félagið lét Mauricio Pochettino fara á dögunum. Roberto De Zerbi er talinn vera einn af fjórum sem koma til greina en Ítalinn er hættur hjá Brighton.

Nöfnin fjögur sem Chelsea er talinn hafa áhuga á að ræða við eru Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, Kieran McKenna, Enzo Maresca og De Zerbi.

Frank hefur gert athyglisverða hluti með Brentford en McKenna og Maresca komu sínum liðum upp í ensku úrvalsdeildina á tímabilinu sem leið, Maresca náði fyrsta sætinu fyrir Leicester City og McKenna öðru sæti með Ipswich Town.

Chelsea er talið vilja ganga frá ráðningu á nýjum þjálfara sem fyrst og þar sem De Zerbi er eini kandídatinn sem er án starfs liggur beinast við að fljótlegast væri að ráða hann. Chelsea hafnaði í sjötta sæti í deildinni eftir prýðilega stigasöfnun eftir áramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert